Vinnuslys varð við Keflavíkurhöfn
Vinnuslys varð við Keflavíkurhöfn nú síðdegis þegar unnið var við löndun. Vír í krana sem notaður er til þess að hífa kör úr smábát slitnaði, með þeim afleyðingum að vírinn hafnaði í öxl háseta sem var um borð í lest bátsins. Sjúkraliðar mættu á staðinn og brugðið var á það ráð að fá kranabíl slökkviliðsins til þess að hífa manninn frá borði. Vel gekk að koma manninum frá borði þrátt fyrir nokkuð flóknar aðstæður. Ekki er vitað nákvæmlega um líðan mannsins en hann var með meðvitund og talinn hafa slasast á öxl eða baki eins og áður segir.
Maðurinn hífður frá borði.
Vírinn sem slitnaðu úr þessum krana skall á manninum sem var við vinnu í lest bátsins.
Björgunaraðgerðir gegnu hratt og vel fyrir sig.
VFmyndir/Eyþór Sæm