Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vinnuslys í Vogum
Föstudagur 1. mars 2013 kl. 11:22

Vinnuslys í Vogum

Vinnuslys varð í fiskvinnslufyrirtækinu Stofnfiski í Vogum, þegar starfsmaður var að skipta um útloftsbarka í um þriggja metra hæð. Maðurinn stóð í stiga sem rann skyndilega undan honum með þeim afleiðingum að hann hafnaði á stálröri. Lögreglan á Suðurnesjum var kvödd á slysstað. Í ljós kom, þegar maðurinn hafði verið fluttur til aðhlynningar og skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, að hann var með brotin rifbein auk þess sem annað lunga hans hafði lagst saman.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024