Vinnuslys í Vogum
Um kl. 14:30 í gær var tilkynnt um vinnuslys í Vogum, skammt austan við Íþróttamiðstöðina. Mun aðili sem var við vinnu hafa fengið rafmagnskefli á sig . Sá var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ekki er vitað um líðan, en ekki er ólíklegt að um fótbrot sé að ræða.
Mynd af rafmagnskeflinu þar sem slysið varð.
MYND-VF/JJK