Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vinnuslys í Sandgerði
Þriðjudagur 14. janúar 2003 kl. 15:02

Vinnuslys í Sandgerði

Vinnuslys varð við Fiskmarkað Suðurnesja í Sandgerði fyrir rúmum hálftíma. Starfsmaður sem var að vinna við viðgerðir á húsinu eftir bruna milli jóla og nýárs féll nokkra metra til jarðar og slasaðist. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík er ekki ljóst á þessari stundu hvernig slysið vildi til og hvort maðurinn var á vinnupalli við þakskegg hússins eða uppi á þakinu. Lögreglan er nú á vettvangi slyssins ásamt starfsmanni vinnueftirlits.Ekki hafa fengist upplýsingar um hversu alvarleg meiðsl urðu en maðurinn var fluttur á sjúkrahús til skoðunar.

Myndin: Unnið að slökkvistarfi við FMS í Sandgerði. Maðurinn féll niður er hann var að vinna við viðgerðir á brunaskemmdum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024