Sunnudagur 23. janúar 2005 kl. 11:45
Vinnuslys í Grindavík
Síðdegis í gær var tilkynnt um vinnuslys utan við fiskvinnslufyrirtækið Vísi í Grindavík. Maður féll af flutningabifreið þegar verið var að færa farminn til á bifreiðinni. Hann var fluttur á HSS í Keflavík þar sem gert var að sárum hans. Hann hafði hlotið skurð í andlitinu.