VINNUSLYS Í GARÐI
Sautján ára piltur klemmdist á milli lyftara og fiskikistu við vinnu sína í Nesfiski sl. föstudag. Var pilturinn fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan til Reykjavíkur þar sem hann var skoðaður og myndaður í bak og fyrir og reyndist óbrotinn en marinn á baki og aumur í kviðarholi auk þess sem mar sást á lifrinni. Svo óheppilega vildi til að hann missti af brúðkaupi foreldranna sem giftu sig sl. föstudag en sá slasaði sólar sig þessa dagana á Mallorka því þangað flaug hann sl. þriðjudag.