Mánudagur 12. ágúst 2002 kl. 15:22
Vinnuslys á Framnesvegi
Sjúkrabifreið var rétt í þessu að flytja mann á sjúkrahús sem hafði fallið í nýbyggingu við Framnesveg í Keflavík. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort slysið hafi verið alvarlegt eða um tildrög þess.