Vinnuskólinn af stað og flokkstjórar á skyndihjálparnámskeið
Vinnuskólinn í Garði hefur störf í næstu viku þegar elstu ungmennin, eða þau sem koma úr framhaldsskólanum, munu svo hefja störf þann 29. maí.
Fimm flokkstjórar hafa verið ráðnir fyrir sumarið og hófu þeir störf í gær. Þeir verða sendir á skyndihjálparnámskeið og samræmingarfundi þar sem farið er í vinnuferla vinnuskólans og það að stjórna ungmennum í vinnu.
Grunnskólakrakkarnir hefja ekki vinnu fyrr en 10. júní þar sem skólaslit í Gerðaskóla eru 6. júní, en elstu þrír árgangar grunnskólans fá vinnu í vinnuskólanum í sumar, í mislangan tíma þó.
Áfram verður ungmennum gefin kostur á að prufa leiklist sem uppbyggjandi sjálfsmyndarvinnu og einnig að vinna önnur störf en í vinnuskólanum. Verða t.a.m. krakkar á vegum vinnuskólans í vinnu hjá GS og á Garðvangi. þau aðstoða einnig við leikjanámskeið og ýmislegt annað, segir í frétt á vefsíðu Sveitarfélagsins Garðs.