Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vinnumálastofnun greiðir skólagjöld fyrir atvinnulausa í Háskólabrú Keilis
Miðvikudagur 25. ágúst 2010 kl. 08:56

Vinnumálastofnun greiðir skólagjöld fyrir atvinnulausa í Háskólabrú Keilis

Vinnumálastofnun mun greiða skráningar- og skólagjöld fyrir 150 einstaklinga án atvinnu á aldrinum 20-60 ára. Um er að ræða fólk sem er á atvinnuleysisskrá en Háskólabrú Keilis er meðal þeirra námsbrauta sem í boði eru.


Gert er ráð fyrir að þátttakendur í átakinu hafi annað hvort lokið framhaldsskólanámi eða uppfylli skilyrði til inntöku í frumgreinadeildir líkt og Háskólabrú Keilis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Vinnumálastofnun kemur til móts við þá sem áhuga hafa á að sækja slíkt nám og fá inngöngu með því að greiða skóla- og skráningargjöld fyrir skólaárið 2010-2011, þ.e. tvær annir í fullu námi. Verkefnið er fjármagnað úr Atvinnuleysistryggingasjóði, samkvæmt fréttatilkynningu.


Allar nánari upplýsingar um styrkinn veitir Vinnumálastofnun.



Myndin: Frá skólasetningu í Keili nú í byrjun vikunnar. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson