Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vinnuhópur skoðar nýjan gervigrasvöll í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 14. febrúar 2018 kl. 11:19

Vinnuhópur skoðar nýjan gervigrasvöll í Reykjanesbæ

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að skipa fimm manna vinnuhóp til að kanna hvort þörf sé á nýjum gervigrasvelli og hvar best sé að staðsetja völlinn. 
 
Bæjaráð skipar Friðjón Einarsson, Gunnar Þórarinsson og Ingigerði Sæmundsdóttur í vinnuhópinn og óskar eftir því að Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag og Ungmennafélag Njarðvíkur tilnefni einn nefndarmann fyrir hvort félag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024