Þriðjudagur 12. febrúar 2008 kl. 10:59
Vinnu við vatnsleikjagarð að ljúka
Vinna við endurbætur á botni vatnaleikjagarðs í Vatnaveröld í Reykjanesbæ er nú á lokastigi.
Búið er að leggja nýtt grunnefni í botninn og verið er að ganga frá yfirlagi.
Ef allt gengur að óskum verður hægt að opna vatnsleikjagarðinn í lok vikunnar.