Vinningstillaga kynnt í dag
- og opnun sýningar á alþjóðlegri hugmyndasamkeppni fyrir Keflavíkurflugvöll.
Isavia kynnir í dag vinningstillögu og opnun sýningar á alþjóðlegri hugmyndasamkeppni um þróunaráætlun (Master Plan) fyrir Keflavíkurflugvöll til næstu 25 ára.
Isavia bauð til hönnunarsamkeppni um gerð uppbyggingar- og þróunaráætlunar fyrir Keflavíkurflugvöll á haustmánuðum 2014 og verða á fundinum kynntar niðurstöður þeirrar samkeppni. Aðaláhersla verður á vinningstillöguna en aðrar fimm tillögur sem bárust verða einnig til sýnis.
Á næstu mánuðum verður unnið að frekari útfærslum í samráði við Isavia og tengda aðila og er stefnt að því að fullmótaðri uppbyggingar- og þróunaráætlun verði skilað í september næstkomandi.