Fimmtudagur 24. júní 2010 kl. 11:00
Vinningshafinn fundinn
Hjón á miðjum aldri eru 25 milljón krónum ríkari eftir að hafa keypt Lottómiða í Brautarnesti í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Um er að ræða barnafólk af Suðurnesjum og kemur vinningurinn í góðar þarfir, samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri getspá. Vinningshafarnir gáfu sig fram í gær.