Vinningshafar í ratleik í Bátasafni Gríms Karlssonar
Það voru lukkuleg börn og aðstandendur þeirra sem tóku á móti verðlaunum í Duushúsum á mánudag eftir að hafa verið dregin út úr hópi 50 fjölskyldna sem þátt tóku í ratleik í Bátasafni Gríms Karlssonar á Ljósanótt.
Leikurinn gekk út á að svara spurningum og leysa þrautir í safninu sem um leið skildi vonandi eftir sig dálítinn fróðleik úr sögu sjósóknar Íslendinga fyrr og nú. Hinir heppnu þátttakendur í ár voru Gunnhildur Ólöf og Rhys Ragnar barnabörn Ragnheiðar Skúladóttur, Svava, Sigurpáll og Sigurður og þær Júlía Rún, Alexandra Líf og Guðrún.
Á myndinni má auk þess sjá fræðslufulltrúa og umsjónarmann Duushúsa þau Guðlaugu Maríu og Guðmund Inga.