Vinna við sökkla Reykjanesvirkjunar í fullum gangi
Hátt í eitthundrað manns eru að störfum á Reykjanesi við byggingu Reykjanesvirkjunar. Flestir eru starfsmennirnir á vegum verktakafyrirtækisins Eyktar og stendur nú yfir vinna við sökkla virkjunarinnar. Reykjanesvirkjun er langstærsta einstaka verkefnið sem unnið er að á Suðurnesjum á þessu ári. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í september 2006 en þá verður risið mannvirki sem metið er á um 10 milljarða króna.
VF-símamyndir/ Hilmar Bragi