Vinna deiliskipulag fyrir íbúðarlóðir í landi Stóru-Vatnsleysu
SVT ehf. hefur óskað eftir heimild fyrir deiliskipulagsgerð í landi Stóru-Vatnsleysu í Sveitarfélaginu Vogum. Skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins hefur lýst sig vanhæfan til að fjalla um málið vegna tengsla við málsaðila.
Vegna vanhæfis hefur bæjarráð samþykkt að setja Atla Geir Júlíusson sem skipulagsfulltrúa við afgreiðslu þessa máls. Það var samþykkt samhljóða.