Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vinna að úrbótum í umferðarmálum við dansskóla
Föstudagur 12. febrúar 2021 kl. 09:43

Vinna að úrbótum í umferðarmálum við dansskóla

Erindi dansskólans Danskompaní til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar varðandi umferðaröryggi við skólann og tillögur að úrbótum var tekið fyrir á síðasta fundi ráðsins.

Umhverfis- og skipulagsráð tók heilshugar undir að úrbóta er þörf og var starfsmönnum umhverfissviðs falið á fundi ráðsins dags. 5. júní síðastliðinn að vinna að tillögum að úrbótum til lengri og skemmri tíma. Fundur var haldinn með forsvarsfólki dansskólans, eigenda húsnæðisins og fulltrúa foreldrafélagsins um aðkomu á lóð og mögulegt samkomulag við nágranna um afnot bílastæða. Samkomulag hefur verið gert við nágranna um takmörkuð afnot bílastæða fyrir starfsmenn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umhverfissviði Reykjanesbæjar er falið að bæta lýsingu við götu, setja upp viðvörunarskilti vegna gangandi. Mæla umferðarhraða og telja akandi umferð við skólann og leggja til staðsetningu á mögulegum gönguljósum við gangbraut yfir Njarðarbraut.