Vinna að framtíðarsýn Reykjaneshafnar til 2030
Stjórn Reykjaneshafnar hefur samþykkt að hefja aftur vinnu við mótun framtíðarsýnar Reykjaneshafnar til ársins 2030 og að þeirri vinnu verði lokið fyrir maílok næstkomandi. Þetta var samþykkt samhljóða á síðasta fundi stjórnar Reykjaneshafnar.
Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti á fundi sínum 21. nóvember 2019 að taka til endurskoðunar framtíðarsýn Reykjaneshafnar sem lögð var fram á fundi stjórnarinnar 23. janúar 2018. Tveir vinnufundir voru haldnir í upphafi síðasta árs en vegna alheimsfaraldursins Covid-19 var áframhaldandi vinnu frestað um óákveðin tíma.