Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 21. apríl 1999 kl. 18:38

VÍNLYKTANDI ÖKUMAÐUR Á FLUGTAKSHRAÐA

Lögreglan í Keflavík mætti ökumanni á Reykjanesbraut á 190 km/klst hraða snemma síðasta laugardagsmorgun skammt ofan Innri-Njarðvíkur. Ökumaðurinn reyndist aðeins átján ára gamall og tapaði hann ökuskírteininu samstundis. Þá fundu laganna verðir af pilti áfengisþef og liggur hann því einnig undir grun um að hafa ekið ölvaður. Hraðinn sem ökumaðurinn ungi var á samsvarar 102,6 hnútum og nægir 19 sæta Dornier flugvélum Íslandsflugs til flugtaks. Að hætti norðlenskra, sem drekka kók í baukum, teljum við sökudólginn utanbæjarmann. Annað væri ótækt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024