Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vinir í boltaleik
Fimmtudagur 24. mars 2005 kl. 17:58

Vinir í boltaleik

Smá rigning stöðvaði þá félaga Arnór Inga og Brynjar Bergmann ekki í að spila fótbolta á grasvellinum í Holtaskóla í dag. Þeir félagar spila með 7. flokk í Keflavík í knattspyrnu og sögðust vera langbestir. Eftir fótboltann sögðust peyjarnir ætla í körfubolta og er ljóst að þarna voru á ferð miklir íþróttagarpar framtíðarinnar. Þeim félögum er farið að hlakka til Páskadags og segjast báðir fá þrjú páskaegg. 

 

VF-Myndir:/Bjarni - Vinirnir í boltaleik í dag með tilþrifum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024