Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 21. febrúar 2003 kl. 08:40

Vindur allt að 23 m/s sunnan- og vestanlands með morgninum

Veðurstofan gerir ráð fyrir vaxandi austan- og suðaustanátt með slyddu, fyrst suðvestanlands, 15-23 m/s og rigningu sunnan- og vestanlands er líður á morguninn, en suðaustan átt með 15-20 m/s og slydda norðanlands og austan með kvöldinu. Vindur ætti að ganga í suðvestanátt um allt land í kvöld, 18-23 m/s og él vestan til en víðast ætti að verða mun hægari vindur og úrkomulítið annars staðar. Veður fer hlýnandi í bili en kólnar aftur í kvöld og nótt.Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring:
Vaxandi austanátt með snjókomu en síðan slyddu, suðaustan 15-20 m/s og slydda eða rigning undir hádegi. Hiti 1 til 6 stig. Gengur í vestan og suðvestan 15-18 með éljum í kvöld og kólnar. Hægari aftur í nótt.

Veðurspá gerð 21. 2. 2003 - kl. 6:45
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024