Vindur að snúast - snjóar um helgina
Vindur er að snúast til suð-vestan áttar og er að aukast að nýju. Klukkan 19 í kvöld voru 18 m/s af suð-austan á Garðskagavita og 7 stiga hiti. Vindurinn var kominn niður í 13 m/s kl. níu í kvöld en er aftur vaxandi. Hiti fer einnig hækkandi með fallandi loftþrýstingi en kl. 22 voru 9,2 gráður á Garðskaga. Á Keflavíkurflugvelli var hins vegar SSA 13 metrar, rigning og 7 stiga hiti.
Veðurhorfur næsta sólarhring. Sunnan 13-18 m/s og rigning í fyrstu, en síðan heldur hægari og þokusúld. Hiti 5 til 9 stig. Suðvestan 10-18 m/s og skúrir og síðar él á morgun og hiti 0 til 5 stig.
Á sunnudag og fram á þriðjudag í næstu viku spáir svo snjókomu og „jólalegu· veðri eins og veðurfréttamaður Stöðvar 2 komst að orði í kvöld.
Veðurhorfur næsta sólarhring. Sunnan 13-18 m/s og rigning í fyrstu, en síðan heldur hægari og þokusúld. Hiti 5 til 9 stig. Suðvestan 10-18 m/s og skúrir og síðar él á morgun og hiti 0 til 5 stig.
Á sunnudag og fram á þriðjudag í næstu viku spáir svo snjókomu og „jólalegu· veðri eins og veðurfréttamaður Stöðvar 2 komst að orði í kvöld.