Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vindmyllur á Reykjanesi?
Fimmtudagur 13. september 2018 kl. 09:08

Vindmyllur á Reykjanesi?

Rokinu hefur verið blótað á Suðurnesjum en nú er kannski komið að því að Suðurnesjamenn geti hagnýtt þessa auðlind í framtíðinni.
 
Í framtíðarskipulagi HS orku er gert ráð fyrir því að nýta vind á Reykjanesi samhliða annarri orkunýtingu og nú er verið að skoða möguleika á því að setja upp vindmyllur á Reykjanesi.
 
Hafnar eru viðræður við fulltrúa Reykjanesbæjar og Grindavíkur um tilraunamstur á Reykjanesi sem hafa þó fengið dræmar mótttökur að sögn Jóhanns Snorra Sigurbergssonar forstöðumanns viðskiptaþróunar HS Orku sem kynnti verkefni framundan á nýliðnum aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
 
„Við erum alltaf að skoða hagkvæmustu og bestu leiðina til að framleiða rafmagn. Lengi vel var ekki talin ástæða til að horfa á vindorku þar sem við höfum mikið magn jarðvarma og þekkingu til að virkja vatnsafl. En nýting á vindorku hefur sína kosti og hefur nýting hennar aukist gríðarlega undanfarin ár auk þess sem framleiðslukostnaður hefur lækkað. Þá hefur komið í ljós að tvær vindmyllur við Búrfell eru að skila raforkuframleiðslu sem er betri en flest allt sem við sjáum í heiminum“.
 
Að sögn Jóhanns yrði hægt að nýta borplönin fyrir undirstöður og yrði framkvæmdin þannig einföld sem og afturkræf og hefði lítið rask á umhverfi í för með sér.
 
„Vindmyllur eru hentugar með öðrum rekstri HS orku sem getur þannig skrúfað niður vatnsafl þegar vindurinn blæs. Við teljum því mikil tækifæri fólgin í því að setja upp lítinn vindmyllugarð á Reykjanesi og munum skoða málið áfram með sveitarfélögunum“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024