„Vindgöng“ við Leifsstöð
Á hvassviðrisdegi eins og í dag er gott að komast í skjól fyrir vindinum. Farþegar sem leið eiga um Leifsstöð geta von bráðar gengið frá flugstöðinni og að langtímastæðum í skjóli fyrir veðri og vindum.
Nú er unnið að því að byggja „vindgöng“ frá norðurenda flugstöðvarinnar og að langtímastæðum norðan við stöðina. Göngin eiga eftir að koma að góðum notum þegar veður eru vond eða ofankoma, hvort sem um er að ræða rigningu eða snjó.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Nú er unnið að því að byggja „vindgöng“ frá norðurenda flugstöðvarinnar og að langtímastæðum norðan við stöðina. Göngin eiga eftir að koma að góðum notum þegar veður eru vond eða ofankoma, hvort sem um er að ræða rigningu eða snjó.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson