Vind farið að lægja
Vind er farið að lægja á Suðurnesjum en núna klukkan 12 voru 15 metrar á sek. á Keflavíkurflugvelli. Það mældust 24. mtr. á sek. í morgun.
Á Garðskaga voru 18 mtr. á sek. klukkan 12 en vindhraði þar fór mest í 26 metra í morgun.
Allt millilandaflug hefur legið niðri í morgun og var öllum vélum vísað til Glasgow þar sem beðið verður uns veðrið gengur niður. Slíkt mun ekki hafa gerst í 4 ár.
Veðurstofan gerir ráð fyrir að við Faxaflóa verði vindur komin í 8-15 mtr. undir kvöld, hvassast syðst. Suðvestan 5-10 og slydda með köflum í kvöld og á morgun og hiti verður á bilinu 1-6 stig.
Efsta mynd: Laus fiskikör fuku til og voru á floti í Keflavíkurhöfn í morgun.
Neðri myndir: Veðurhamurinn var hvað mestur í Garði í morgun þar sem vindhraði mældist 26 mtr. á sek. Þar þurfti liðsauka frá Keflavík til að hemja þakplötur.
VF-myndir Hilmar Bragi