Vind að lægja á Suðurnesjum eftir hvassan dag
Vind er nú að lægja á Suðurnesjum eftir mikill hvell síðdegis. Þá fór vindhraði yfir 30 metra á sekúndu í mestu hviðunum.Vindhviða er mæld sem samfelldur vindur í 3 sekúndur. Hér að neðan er línurit sem sýnir vindhraða og hviður á Strandarheiði. Um er að ræða tveggja sólarhringa yfirlit og síðasta staða er kl. 20 í kvöld en þá virðist toppnum hafa verið náð og vind að lægja að nýju.