Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vinavoðir færðu HSS gjafir
Fimmtudagur 13. júlí 2017 kl. 16:21

Vinavoðir færðu HSS gjafir

Vinavoðir færðu heimahjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja átta heimagerð bænasjöl á dögunum. Bænasjölin eru ýmist hekluð eða prjónuð og voru þau pökkuð inn í fallegar gjafaöskjur.

Vinavoðir er félagsskapur í Ytri-Njarðvíkurkirkju, en hópurinn hefur gefið sjöl víða um samfélagið í Reykjanesbæ að undanförnu. Fyrir áhugasama þá hittast Vinavoðir á miðvikudögum frá 11 til 14.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024