Vinabæjarmót í Reykjanesbæ á fimmtudag og föstudag
Reykjanesbær mun á fimmtudag og föstudag bjóða 19 fulltrúum frá vinabæjabæjunum Trollhättan í Svíþjóð, Kristiansand í Noregi og Kerava í Finnlandi. Þjóðirnar fjórar hafa á nýliðnum árum unnið að verkefnum tengdum innflytjendum, rafrænni stjórnsýslu og brottfalli úr framhaldsskólum, auk farsælla íþróttamóta til margra ára.
Jafnframt því að ræða þau verkefni verða lögð drög að nýjum samstarfsverkefnum.
Vinabæjamótið fer að mestu fram á vinnufundum í Duus Safnahúsum og Hljómahöll. Auk þess fá fulltrúar þjóðanna kynningu á bænum, m.a. með skoðunarferð um bæinn.
Komið verður við í afmæliskaffi á Nesvöllum sem fagnar 10 ára starfsafmæli föstudaginn.
Fulltrúar Reykjanesbæjar í vinabæjasamstarfinu hlakka til áframhaldandi farsæl samstarfs við vinaþjóðirnar þrjár.