Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vímuð skutla velti bílnum á Sandgerðisvegi
Þriðjudagur 12. mars 2019 kl. 13:17

Vímuð skutla velti bílnum á Sandgerðisvegi

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum haft afskipti af og tekið úr umferð ökumenn vegna gruns um vímuefnaakstur. Ökumaður sem velti bifreið sinni á Sandgerðisvegi kvaðst vera skutlari. Viðkomandi var grunuð um fíkniefnaakstur og sýndu sýnatökur jákvæða svörun varðandi það. Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

Annar ökumaður sem hafði ekið bifreið sinni út í skurð var meðvitundarlaus af áfengisneyslu þegar lögregla kom á vettvang. Viðkomandi viðurkenndi áfengisneyslu þegar hann komst til meðvitundar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þriðji ökumaðurinn, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, varsofandi í bifreið sinni, sem var í gangi, þegar lögreglu bar að.