Vímaður ökumaður viðurkenndi fíkniefnasölu
Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft afskipti af allmörgum ökumönnum á undanförnum dögum vegna vímuefna- og umferðarlagabrota. Einn þeirra sem grunaður var um fíkniefnaakstur var með nokkurt magn af kannabis í bifreið sinni og viðurkenndi hann sölu og dreifingu fíkniefna.
Þá voru sex ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 145 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.