Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Viltu vera með sölubás á Ljósanótt?
Fimmtudagur 22. ágúst 2013 kl. 13:17

Viltu vera með sölubás á Ljósanótt?

Þeir einstaklingar sem hyggja á sölu á eigin framleiðslu / handverki er bent á að hafa samband við umsjónarmann handverkstjalds á netfangið [email protected]

Þeir einstaklingar og félagasamtök sem hyggjast vera með sölu á Ljósanótt 2013 eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við umsjónarmann söluplássa á netfangið [email protected] eða í síma 863-0199 / 847-2503 og tilkynna um þátttöku. Leyfilegt er að vera með torgsölu frá fimmtudeginum 5. september til sunnudagsins 8. september. Greidd er svokölluð „aðstöðuleiga“ fyrir sölupláss og gert er ráð fyrir því að salan fari fram á einum stað. Þeir sem hafa fleiri en einn útsölustað greiða aðstöðuleigu fyrir hverja staðsetningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Greiðslur verða að berast í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 2. september 2013 á reikning Ljósanætur. Senda skal kvittun úr heimabanka viðkomandi á netfangið [email protected] og er mjög áríðandi að sett sé í tilvísun: sölupláss og nafn leigutaka.
Reikningur Ljósanætur er: Kt. 410611-0580, Reikn. Nr. 0142-26-10013