Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viltu gefa blóð? Blóðbankabíllinn er staddur við KFC í dag
Þriðjudagur 18. janúar 2011 kl. 12:38

Viltu gefa blóð? Blóðbankabíllinn er staddur við KFC í dag

Blóðbankabíllinn er staddur á bílaplaninu við KFC í Reykjanesbæ í dag. Hægt er að gefa blóð alveg til 17 í dag og eru sérstaklega mikil þörf þessa dagana. Í dag hefur komið mest megnis ungt fólk en mikil umræða hefur verið í skólum á svæðinu um blóðbankabílinn og eiga þau hrós skilið. Til að mæta þörf samfélagsins fyrir blóð þarf Blóðbankinn um 16.000 blóðgjafa á ári eða um 70 blóðgjafa á dag en um á hverju ári fá um 4.000 einstaklingar blóð. 18 til 60 ára, hraustir einstaklingar eru hvattir til að koma en aðili getur ekki gefið blóð ef hann er á lifjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reykjanesbær er einn af fjölmennustu stöðunum þar sem blóbankabíllinn kemur við. Hérna koma um 70 mans að gefa blóð sem rétt sleppur miðað við áætlaða þörf blóðbankans. Hér á svæðinu eru um 650 blóðgjafar á skrá hjá blóðbankanum og ætti að vera auðvelt að auka blóðgjafana sem koma þennan eina dag sem bíllinn er hér í mánuði.

Þegar aðili mætir er farið yfir heilsufarssögu hans og blóðþrýstingur og púls mældur. Við fyrstu komu er einungis tekin blóðsýni til að skoða hvort blóðið sé hreint og nothæft. Ef allt er í lagi þá má viðkomandi gefa blóð 14 dögum frá blóðprufu. Teknir eru 450ml af blóði og tekur blóðgjöfin sjálf um 5-10 mínútur svo þetta er ekki tímafrekt að láta gott af sér leiða. Eftir blóðgjöf er öllum rálagt að fá sér hressingu á kaffistofunni.

VF-Myndir/siggijóns