Vilt þú fara til Færeyja
Ungu fólki á aldrinum 14 - 18 ára búsettu í Reykjanesbæ stendur til boða að taka þátt í hæfileikakeppni sem fram mun fara í 88 Húsinu föstudagskvöldið 28. apríl n.k. Hæfileikakeppnin mun skera úr um hvaða tveir einstaklingar fá að fara út til Færeyja til að keppa í „Ung i Norden”-hæfileikakeppninni sem fer fram í Færeyjum dagana 28. júní til 2. júlí. Innifalið í vinningi eru fargjöld fram og til baka, gisting og matur.
Á Ung i Norden hittast ungir, norrænir listamenn, rúmlega 200 talsins, en samskonar ráðstefnur hafa áður verið haldnar í Noregi, Borgå í Finnlandi, Karlstad í Svíþjóð og Hurup Thy í Danmörku. Á dagskrá eru uppákomur og sýningar ásamt listasmiðjum undir stjórn atvinnulistamanna - tónlist, dans, leiklist, myndlist, mótun, hönnun, fjölmiðlun og fleira. Í lok vikunnar verður sameiginleg sýning allra smiðjanna. Frekari upplýsingar má sjá á www.unginorden.fo.
88 Húsið leitar að ungu hæfileikaríku fólki og skiptir ekki máli hvar hæfileikarnir liggja, hvort sem um er að ræða söng, dans leiklist eða hvað sem er. Einu sinni áður hefur 88-húsið sent fulltrúa á hátíðina, en það var Alexandra Ósk Sigurðardóttir sem fór til Danmerkur árið 2004. „Þetta var frábær ferð,” sagði Alexandra í samtali við Víkurfréttir. „Ég var með krökkum allstaðar að frá Norðurlöndum í hóp og við sýndum atriði sem var blanda af söng, leiktjáningu og dansi. Það var skemmtilegt að kynnast svo ólíkum krökkum og ég lærði mikið af þessu. Ég mæli hiklaust með þessari hátíð.”
Nánari upplýsingar veitir Hafþór Barði Birgisson, forstöðumaður 88 Hússins og Fjörheima, í síma 898-1394.
Á Ung i Norden hittast ungir, norrænir listamenn, rúmlega 200 talsins, en samskonar ráðstefnur hafa áður verið haldnar í Noregi, Borgå í Finnlandi, Karlstad í Svíþjóð og Hurup Thy í Danmörku. Á dagskrá eru uppákomur og sýningar ásamt listasmiðjum undir stjórn atvinnulistamanna - tónlist, dans, leiklist, myndlist, mótun, hönnun, fjölmiðlun og fleira. Í lok vikunnar verður sameiginleg sýning allra smiðjanna. Frekari upplýsingar má sjá á www.unginorden.fo.
88 Húsið leitar að ungu hæfileikaríku fólki og skiptir ekki máli hvar hæfileikarnir liggja, hvort sem um er að ræða söng, dans leiklist eða hvað sem er. Einu sinni áður hefur 88-húsið sent fulltrúa á hátíðina, en það var Alexandra Ósk Sigurðardóttir sem fór til Danmerkur árið 2004. „Þetta var frábær ferð,” sagði Alexandra í samtali við Víkurfréttir. „Ég var með krökkum allstaðar að frá Norðurlöndum í hóp og við sýndum atriði sem var blanda af söng, leiktjáningu og dansi. Það var skemmtilegt að kynnast svo ólíkum krökkum og ég lærði mikið af þessu. Ég mæli hiklaust með þessari hátíð.”
Nánari upplýsingar veitir Hafþór Barði Birgisson, forstöðumaður 88 Hússins og Fjörheima, í síma 898-1394.