Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vill sérstakt aukafjárframlag til Suðurnesja
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Föstudagur 8. júní 2018 kl. 09:33

Vill sérstakt aukafjárframlag til Suðurnesja

Birgir Þórarinsson, þingismaður Miðflokksins, hefur flutt breytingatillögu við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019 til 2023. 
 
Tillagan gerir ráð fyrir sérstöku aukafjárframlagi, árlega til næstu 5 ára, til lögbundinna stofnana ríkissins á Suðurnesjum; Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja [HSS], lögreglu og Fjölbrautaskóla Suðurnesja [FS].
 
Tillagan er gerð vegna fordæmalausrar fólksfjölgunar á svæðinu og leiðréttingar á lægri framlögum undanfarinna ára, í samanburði við stofnanir á landsbyggðinni. Heildarupphæðin er 700 milljónir og skiptist niður á 5 ár. Árleg aukaframlög eru: 93 milljónir til HSS og 40 milljónir til lögreglunnar. Einnig er um að ræða 35 milljóna kr. aukafjárveitingu til Fjölbrautaskólans, svo ljúka megi fjármögnun vegna stækkunar skólans.
 
Breytingartillagan var flutt í þinginu í gær og reikna má með atkvæðagreiðslu um hana í næstu viku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024