Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vill selja orkuna annað en til álvers
Fimmtudagur 26. ágúst 2010 kl. 08:44

Vill selja orkuna annað en til álvers


Ross Beaty, eigandi Magma Energy sem eignast hefur meirihluta í HS Orku, gefur í skyn í bréfi sem hann skrifaði Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra nýlega, að hann hafi lítinn áhuga á að HS Orka selji orku til álvers Norðuráls í Helguvík. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun. Samkvæmt fréttinni mun Ross Beaty frekar horfa til þess að sú „græna orka“ sem HS Orka framleiði sé eftirsótt og fyrirtæki erlendis séu tilbúin að greiða fyrir hana mun hærra verð en gert sé ráð fyrir í samningum íslenskra orkufyrirtækja við álfyrirtækin.

Eins og greint var frá í fréttum í gær hefur Norðurál stefnt HS Orku fyrir gerðardóm í Svíþjóð vegna ágreinings um túlkun ákvæða samninga félaganna um orkuöflun fyrir álver í Helguvík. Forsvarsmenn Norðuráls vilja með því ýta á eftir niðurstöðu um orkusamninginn, þ.e. hvort hann verði efndur eins hann var gerður. Forstjóri HS Orku bendir á að í honum séu ótal fyrirvarar m.a. um virkjanaleyfi og forsendur verðs. Samningsaðilar hafi ekki verið sammála um túlkun á ákvæðum samninga frá 2007 um magn raforku og verðs.
---

VFmynd/elg - Ross Beaty, forstjóri Magma, virðist hafa meiri áhuga á að selja orku til þeirra sem greiða fyrir hana hærra verð en álfyrirtækin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024