Vill selja 25% hlut í HS Orku
Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, segir koma til greina að selja allt að tuttugu og fimm prósent hlut í HS Orku til íslenskra fjárfesta. Reuters fréttaveitan hefur eftir Beaty að ekki sé ætlunin að hagnast á sölunni heldur sé verið að leita að réttum fjárfesti til að lægja þær öldur sem salan á HS Orku hafi skapað í íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi, segir í frétt Ríkisútvarpsins í morgun.
Haft er eftir Beaty að hluturinn verði hvorki seldur með tapi né hagnaði.
www.ruv.is