Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vill nýtt hagkvæmnismat vegna flutnings Landhelgisgæslunnar
Þriðjudagur 3. maí 2011 kl. 18:09

Vill nýtt hagkvæmnismat vegna flutnings Landhelgisgæslunnar

Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir óhjákvæmilegt að fram fari nýtt hagkvæmnismat á flutningi Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja. Hann segir óbreyttan rekstur gæslunnar ekki vera valmöguleika. RÚV greinir frá.


Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, rifjaði upp ríkisstjórnarfund sem haldinn var fyrir nokkru á Suðurnesjum og jákvæð ummæli um að skoða flutning Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hagkvæmnismat, sem nú hefur verið unnið, er flutningi óhagstætt og lýsti Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar Alþingis, því yfir á þingfundi í dag að hann teldi óhjákvæmilegt að fram færi annað hagkvæmnismat á því verkefni sem væri fjallað um. Hann sagði að eftir að hafa lesið minnisblað Deloitte um málið dyljist það engum að því væri verulega ábótavant í veigamiklum atriðum.


Eygló Harðardóttir fagnaði þessum viðbrögðum og hvatti innanríkisráðherra og stjórnvöld til þess að taka útréttri hönd Suðurnesjamanna um að vinna þessa vinnu almennilega og marka stefnu til framtíðar og staðsetja Landhelgisgæsluna þar sem best sé að hafa hana, sem sé á Suðurnesjum.