Vill flýta lagningu Suðurstrandarvegar
Bæjarstjórn Grindavíkur hefur skorað á Alþingi og ríkisstjórn að beita sér fyrir að lagningu Suðurstrandarvegar milli Þorlákshafnar og Grindavíkur verði hraðað og að litið verði á lagningu vegarins sem sérstakt verkefni í tengslum við fyrirhugaða kjördæmabreytingu, þegar Suðurland og Reykjanes renna saman í eitt kjördæmi.„Þar sem aðeins 3 ár eru þar til kjördæmisbreytingin tekur gildi er mjög mikilvægt að sem allra fyrst verði teknar ákvarðanir um framkvæmdina og fjármögnun hennar“, segir í ályktun bæjarstjórnar. Stjórnin undirstrikar einnig þýðingu vegarins fyrir atvinnumál og öryggishlutverki umrædds vegar vegna eldvirkni svæðisins.