Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vill ekki hafa á samviskunni að hafa ekki reynt
Fimmtudagur 18. janúar 2024 kl. 10:42

Vill ekki hafa á samviskunni að hafa ekki reynt

„Sem Grindvíkingur finnst mér gott að vera þarna og vita að maður er að hjálpa húsum vina sinna en að öðru leyti tekur maður mjög inn á sig ef við náum ekki að frostverja öll húsin,“ segir Þorfinnur Gunnlaugsson, pípulagningameistari hjá Lagnaþjónustu Suðurnesja ehf. Hann er einn fjölmargra pípulagninamanna sem skipar teymi sem fer á milli húsa í Grindavík þessa dagana til að tryggja að hiti sé á húsum.

„Það er unnið á fullu allan daginn og auðvitað eru sum svæði hættulegri en önnur og er það óþæginlegt. Maður hefur bara ekki í sér að reyna ekki við öll húsin því maður þekkir hvern einasta eiganda og það vill maður ekki hafa á samviskunni að maður reyndi ekki,“ segir Þorfinnur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Pípulagningamenn og viðbragðsaðilar taka stöðuna við upphaf dags í björgunarstöðinni í Grindavík. Myndir: Þorfinnur Gunnlaugsson