Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vill ekki auðvelda aðgang að gosstöðvunum
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, var gestur Vikulokanna á Rás 1 í morgun.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 15. júlí 2023 kl. 12:32

Vill ekki auðvelda aðgang að gosstöðvunum

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, var gestur Vikuloka á Rás 1 í morgun. Þar var hann m.a. spurður um sína skoðun á því að gera bílastæði við Vigdísarvelli til að auðvelda almenningi aðgang að svæðinu.

Fannar segist ekki hrifinn af þeirri hugmynd að útbúa bílastæði við Vigdísavelli til að stytta vegalengd gangandi að gosstöðvunum og bendir á að þar sé um að ræða hættusvæði, því myndi hann frekar vilja skoða möguleika á fjöldatakmörkunum við gosstöðvarnar. Víða erlendis hafi þeirri aðferð verið beitt við álíka aðstæður, þegar öll bílastæði eru upptekin þá lokar viðkomandi svæði þar með.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hann segir samstarf við landeigendur hafa verið mjög gott en það sé hægara sagt en gert að útbúa þannig aðgengi með tilheyrandi raski á náttúru og segir að náttúran, s.s. mosinn sem er mjög viðkvæmur, þoli illa þá auknu aðsókn sem fylgi takmarkalausu aðgengi.