Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vill auka notkun á færanlegum löggæslumyndavélum
Mánudagur 12. apríl 2010 kl. 16:59

Vill auka notkun á færanlegum löggæslumyndavélum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umferðarlagabrotum fækkaði verulega í umdæmi lögreglunnará Suðurnesjum á árinu 2009, en þeim hafði einnig fækkað verulega árið 2008 að því er fram kemur í ársskýrslu Lögreglunnar á Suðurnesjum.

Ýmsar skýringar eru á þessari fækkun. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu fækkar slysum í umdæminu á Suðurnesjum um 35% sem rekja má m.a. til bættra umferðarmannvirkja.

Einnig má nefna þar til sögunnar breyttar áherslur lögreglu varðandi grenndarlöggæslu og eftirlit með þjófagengjum. Jafnframt breytir það vinnulagi almennrar deildar að minniháttar rannsóknir voru færðar þangað og áhersla aukin á eftirlit með sölu og neyslu fíkniefna í umdæminu.

Lögreglan á Suðurnesjum segir æskilegt að auka notkun færanlegra myndavéla í umdæminu og verða gerðar ráðstafanir til þess. Mikill fjöldi umferðarlagabrota á landinu öllu er til kominn vegna myndavélabrota.