Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 16. nóvember 2001 kl. 11:46

Vill afhjúpa fáránleika annara tillagna

Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir að tillaga hans um að nafni Samfylkingarinnar verði breytt í Alþýðubandalagið sé sett fram til þess að afhjúpa þann fáránleika sem fram hefur komið í tillögum annarra flokksmanna um nýtt nafn á flokknum. Í því sambandi bendir hann m.a. á tillögur þingmannanna Guðmundar Árna Stefánssonar og Lúðvíks Bergvinssonar um að viðskeytinu Jafnaðarmannaflokkur Íslands verði skeytt aftan við Samfylkingarnafnið. Þá hefur Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir lag til að heitið Jafnaðarflokkur Íslands verði tekið upp sem viðskeyti. Hann segir að Samfylkingarnafnið sé mjög gott og með öllu óþarft að hengja aftan við það gömul heiti sem Alþýðuflokkurinn hafði á sínum tíma.

Hann segist því ekki búast við því að þessar nafnatillögur muni ekki ná fram að ganga á landsfundinum, enda sé margt brýnna í flokks- og landsfundarstarfi Samfylkingar en að elta ólar við gamla drauga úr fortíðinni. Í þeim efnum sé brýnast að efla innihald þeirrar stefnu sem Samfylkingin stendur fyrir til að auka veg hennar meðal sem flestra landsmanna. Frétt af Vísir.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024