Vilji að kanna leiðir til að flýta framkvæmdum við Reykjanesbraut
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði á Alþingi sl. þriðjudag að tvöföldum Reykjanesbrautar yrði væntanlega boðin út seint á næsta ári þegar umhverfismati og hönnun sem nú er unnið að á vegum Vegagerðarinnar er lokið. Sturla sagðist jafnframt vilja kanna hvort megi hraða framkvæmdum umfram það sem vegaáætlun geri ráð fyrir.
Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjanesi ræddi um breikkun Reykjanesbrautar í fyrirspurnartíma á Alþingi sl. þriðjudag og sagði að þessi framkvæmd hefði verið tekin inn á vegaáætlun eftir langa baráttu en áætlað væri að slysastuðull vegarins gæti lækkað um tugi prósentna við breikkun. Hins vegar hefðu komið fram misvísandi upplýsingar upp á síðkastið hve hratt þetta verk ætti að ganga.
Hjálmar hvatti samgönguráðherra til að láta gera könnun á því hversu raunhæft það væri að flýta framkvæmdum við Reykjanesbrautina, hversu hratt undirbúnings- og tæknivinna muni ganga, hver framkvæmdatíminn sé og hver verklokatíminn sé miðað við núverandi áætlun um fjárveitingar til verksins.
Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjanesi ræddi um breikkun Reykjanesbrautar í fyrirspurnartíma á Alþingi sl. þriðjudag og sagði að þessi framkvæmd hefði verið tekin inn á vegaáætlun eftir langa baráttu en áætlað væri að slysastuðull vegarins gæti lækkað um tugi prósentna við breikkun. Hins vegar hefðu komið fram misvísandi upplýsingar upp á síðkastið hve hratt þetta verk ætti að ganga.
Hjálmar hvatti samgönguráðherra til að láta gera könnun á því hversu raunhæft það væri að flýta framkvæmdum við Reykjanesbrautina, hversu hratt undirbúnings- og tæknivinna muni ganga, hver framkvæmdatíminn sé og hver verklokatíminn sé miðað við núverandi áætlun um fjárveitingar til verksins.