Viljayfirlýsing undirrituð um gagnaver í Vogum
Í dag verður undirrituð viljayfirlýsing Sveitarfélagsins Voga og Miðgarðs um uppbyggingu gagnavers í Vogum.
Sveitarfélagið og Miðgarður hafa unnið að verkefninu í nærri þrjú ár. Fjármögnun fyrir fyrsta áfanga liggur fyrir og samningar við kaupendur í þann áfanga. Meðal þeirra sem gert hafa samninga við Miðgarð um hýsingu, er Orange Business Services sem er hluti af France Telecom. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist í lok árs 2010.
---
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Horft yfir Voga.