Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viljayfirlýsing um sköpun tímabundinna starfa
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar á fundinum.
Föstudagur 18. september 2020 kl. 16:02

Viljayfirlýsing um sköpun tímabundinna starfa

Á íbúafundi um atvinnumál þann 18. september 2020 var undirrituð viljayfirlýsing um sameiginlegt átak í sköpun tímabundinna starfa á Suðurnesjum. Með undirrituninni lýsa Vinnumálastofnun, í samstarfi við sveitarfélög og fyrirtæki á Suðurnesjum, því yfir að þau munu vinna að því að skapa störf, með tímabundnum ráðningarstyrkjum, í sex til tólf mánuði fyrir atvinnuleitendur á svæðinu.

Vinnumálastofnun býður upp á mismunandi leiðir sem henta stofnunum og fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum við að búa til tímabundin störf og viðfangsefni fyrir þá sem nú eru atvinnulausir. Má þar nefna ráðningarstyrk, nýsköpunarstyrk og vinnustaðaþjálfun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um 60 manns mættu í Stapa og fjöldi manns fylgdust með streymi frá fundinum. Íbúum gafst færi á að senda inn spurningar og atvinnuskapandi hugmyndir í gegnum netið sem voru ræddar í pallborðsumræðum að loknum framsögum gestgjafanna.

Árelía Eydís, rithöfundur og dósent við Háskóla Íslands, sló svo botninn í fundinn með hvatningu til íbúa og áminningu að í breytingum felast tækifærin.

Samvinna og samstaða voru einkennandi í erindum ræðumanna en markmiðið með fundinum var að kynna fyrir íbúum svæðisins þær aðgerðir sem í gangi eru vegna þess atvinnuleysis sem nú er uppi en jafnframt að sýna fram á hvað samtakamáttur á tímum sem þessum er mikilvægur.

Að fundinum stóðu; sveitarfélögin á Suðurnesjum ásamt Vinnumálastofnun, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum /Atvinnuþróunarfélaginu Heklunni, Samtökum atvinnurekenda á Reykjanesi og stéttarfélögunum af svæðinu.

Fundinum var streymt í gegnum netið og má sjá upptöku af fundinum hér að neðan.