Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viljayfirlýsing um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn var undirrituð
Fimmtudagur 16. apríl 2009 kl. 11:50

Viljayfirlýsing um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn var undirrituð

- sættir náðust áður en myndun nýs meirihluta hófst


Petrína Baldursdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Grindavíkur og formaður bæjarráðs, segir að ráðning skólastjóra nýs grunnskóla í Grindavík hafi valdið því hiki sem kom á meirihlutasamstarf Framsóknarflokks og Samfylkningar fyrir páskana. Bæjarstjórnarfundi sem haldinn var á miðvikudag í síðustu viku lauk snögglega fljótlega eftir að ráðning nýs skólastjóra var tekin til afgreiðslu. Samfylkingin vildi ráða Garðar Pál Vignisson, forseta bæjarstjórnar, til starfsins. Það gat Framsóknarflokkurinn ekki sætt sig við. Afgreiðslu málsins var frestað sem og öllum dagskrárliðum í framhaldinu og fundi slitið. Yfir páskana leit því út fyrir að meirihluti bæjarstjórnar Grindavíkur væri sprunginn og ekki var annað að heyra en að Sjálfstæðisflokkurinn væri aftur að koma til valda í Grindavík en sjálfstæðismenn voru við völd ásamt Samfylkingu þar til á síðasta sumri að það meirihlutasamstarf sprakk með látum og allir þekkja. Óvænt barst síðan tilkynning á þriðjudag þar sem tilkynnt var að náðst höfðu sættir og að Samfylking og Framsóknarflokkur myndu halda stjórnarsamstarfinu áfram fram að kosningum vorið 2010.
Víkurfréttir tóku Petrínu tali í gær og spurðu hana út í atburðarás síðustu daga í Grindavík.

Hver var upphaflega ástæða þess að hik kom á samstarf Framsóknarflokks ?og Samfylkingar í bæjarstjórn Grindavíkur??

„Hik kom á samstarfið vegna ráðningar í skólastjórastarf nýs grunnskóla. Það var frá upphafi ljóst að við Framsóknarmenn myndum ekki fara í pólitíska ráðningu og fannst okkur mjög vandasamt fyrir bæjarfulltrúa úr meirihluta að sækja um svona starf. Eðlilegast hefði verið að viðkomandi myndi stíga til hliðar úr pólitíkin á meðan umsóknarferlið væri í gangi og farið eftir umsögn ráðningarfyrirtækis um hæfi.?Það leit þannig út fyrir okkur að ráðningin ætti að fara fram á bæjarstjórnarfundinum með atkvæði minnihlutamanns og var það eitthvað sem við gátum ekki sætt okkur við sem liðsmenn meirihlutans“.

Heimildir okkar innan Framsóknarflokksins herma að ráðning skólastjóra ?Hópsskóla hafi í raun verið kornið sem fyllti mælinn. Hvað fleira ?voruð þið óánægð með í samstarfinu?


„Þetta var það atriði sem braut á. Varðandi aðra hluti í samstarfi er það nú þannig að menn geta verið ólíkir í áherslum í orði og verki og þar af leiðir ekki alltaf ánægðir. Í heildina höfum við verið sátt í samstarfinu og ræðum okkur fram úr málum sem upp kunna að koma hverju sinni“.?

Það var ekki annað að heyra á Sigmari Eðvarðssyni í fréttum á þriðjudag en að myndun nýs meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafi verið langt ?komin. Hversu langt voruð þið komin í myndun nýs meirihluta?

„Við vorum bara búinn að skrifa undir vilja yfirlýsinug um myndun nýs meirihluta ef til kæmi. Engar umræður um málefni og annað höfðu farið fram. Við vorum ekki komin svona langt eins og oddviti sjálfstæðismanna vill vera láta. Hann verður að eiga það við sig það sem hann lætur frá sér fara“.?

Var farið að ræða um nýjan bæjarstjóra?

„Engin umræða um bæjarstjórastöðuna var farin í gang“.?

Hver er ástæða þess að þið bakkið út úr nýrri meirihlutamyndun og takið upp þráðinn að nýju með Samfylkingu?

„Við erum ekki að bakka út úr neinum viðræðum við sjálfstæðimenn-þær voru aldrei byrjaðar“.??

Hvaða samkomulag gerðuð þið við Samfylkinguna?

„Samstarfið við Samfylkinguna hefur eins og ég sagði gengið vel að flestu leyti. við höfum verið að stuðla að mörgum jákvæðum og góðum hlutum í meirihlutanum hér í Grindavík. Það hefði verið synd að láta þetta mál eyðileggja fyrir okkur öll þau verk sem við eigium eftir að ganga í. Við gerðum bara það samkomulag sem kynnt hefur verið á heimasíðu Grindavíkurbæjar og fleiri stöðum í fréttatilkynnningu sem frá okkur fór um miðjan daginn á þriðjudag“.

Óttist þið ekki að uppákoman á síðasta bæjarstjórnarfundi hafi grafið ?undan trausti í samstarfi flokkanna?

„Nei ég óttast ekkert að þetta muni veikja samstarfið. Við ætlum að vera fullorðin -ábyrg og erum staðráðin í að þétta raðir okkar enn frekar. Það hefði verið ábyrgðarleysi af okkur að sprengja meirihlutann og fara í kostnað vegna breytinga og um það hljóta sjálfstæðismenn að vera sammála okkur. En þeir eru mjög iðnir við að benda á kostaðarauka vegna hin ýmsu mála. Þannig skulum við álykta að þeir í sjálfu sér fagni niðurtöðu okkar um áframhaldandi samstarf“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024