Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.
Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.

Fréttir

Viljayfirlýsing um lóð fyrir framleiðslu á sjálfbæru þotueldsneyti
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar.
Laugardagur 10. maí 2025 kl. 06:30

Viljayfirlýsing um lóð fyrir framleiðslu á sjálfbæru þotueldsneyti

Kadeco, Suðurnesjabær og IðunnH2 undirrita samkomulag um mögulega uppbyggingu í Bergvík

Viljayfirlýsing um úthlutun lóðar fyrir mögulega framleiðslu á sjálfbæru þotueldsneyti hefur verið undirrituð af Kadeco, Suðurnesjabæ og nýsköpunarfyrirtækinu IðunnH2. Lóðin er staðsett í Bergvík, innan K64 Hringrásariðngarðsins, sem liggur að hluta innan bæjarmarka Suðurnesjabæjar. Þar hefur Kadeco unnið að þróun og skipulagi svæðisins í samstarfi við bæði Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ.

Um er að ræða landsvæði í eigu íslenska ríkisins, en Suðurnesjabær fer með skipulagsvald á svæðinu. Verkefnið fellur vel að framtíðarsýn K64 Hringrásariðngarðsins sem byggir á sjálfbærni, nýsköpun og hringrásarhagkerfi.

Í tilkynningu frá Kadeco kemur fram að öll aðkoma að verkefninu er háð því að skilyrði laga og reglugerða séu uppfyllt, þar á meðal að lóðaúthlutun fari fram á opinn og gagnsæjan hátt. Einnig verður deiliskipulag að fá samþykki áður en framleiðsla getur hafist.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Kadeco og Suðurnesjabær lýsa vilja sínum til að styðja við uppbyggingu verkefna sem þessi, sem eru í takt við markmið um sjálfbærni og orkuskipti á flugvallarsvæðinu. Framleiðsla á rafeldsneyti sem nýta má í flugumferð styður jafnframt við samkeppnishæfni Íslands á sviði grænnar orku og vistvænnar tækni.