Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja yfirtaka rekstur heilsugæslustöðvarinnar
Sunnudagur 1. febrúar 2009 kl. 15:42

Vilja yfirtaka rekstur heilsugæslustöðvarinnar



Það er skýr vilji meirihlutans í Grindavík að taka yfir rekstur heilsugæslustöðvarinnar. Þetta kemur fram í bókun meirihlutans frá bæjarráðsfundi í vikunni þar sem bæjarráð ítrekaði mikilvægi Heilsugæslustöðvarinnar í Grindavík til að tryggja öryggi og velferðarþjónustu fyrir íbúa sveitarfélagsins.

„Mikilvægt er að öll sveitarfélög á Suðurnesjum taki sig saman um að taka yfir Heilsugæsluna á svæðinu, til að þjónustan skili sér sem best og hagkvæmast til íbúa svæðisins. Með samstarfi og samvinnu sveitarfélaga á Suðurnesjum, mun okkur verða kleift að takast á við þetta stóra verkefni, með hagkvæmari hætti heldur en hvert og eitt sveitarfélag getur gert. Ég vona að meirihlutinn beri gæfu til að koma á samstarfi milli sveitarfélagana sem fyrst á svæðinu í þessum efnum," segir í bókun fulltrúa D-listans frá fundinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024