Vilja yfirtaka heilsugæsluna
Bæjaryfirvöld í Grindavík ætla að óska eftir viðræðum við Heilbrigðisráðuneytið um yfirtöku á heilsugæslunni í Grindavíkur og sjúkraflutningum. Tillaga þess efnis var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í gær með fimm atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.
Í bókun bæjarstjórnar er harmaður sá niðurskurður sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja stendur frammi fyrir og stjórnvöld hvött til að standa vörð um grunnþjónustu á HSS varðandi heilsugæslu, fæðingaþjónustu, öldrunarþjónustu og almenna þjónustu við íbúa á Suðurnesjum og í Grindavík.
---
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Horft yfir Grindavíkurbæ í átt að Þorbirni.