Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja virkja erlenda íbúa til þátttöku í Ljósanæturhátíðinni
Föstudagur 7. september 2018 kl. 09:50

Vilja virkja erlenda íbúa til þátttöku í Ljósanæturhátíðinni

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ vilja virkja erlenda íbúa bæjarins til þátttöku í Ljósanæturhátíðinni. Í dag er rúmur fimmtungur íbúa Reykjanesbæjar af erlendum uppruna og hefur fjölgað hratt í þeim hópi síðustu misseri.
 
Við setningu Ljósanætur í síðustu viku kom Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, inn á þetta og hvatti íbúa til að koma með hugmyndir að því hvernig megi vekja athygli nýjustu bæjarbúanna á bæjarhátíðinni og hvetja þá til þátttöku. Ljósanótt fagnar 20 ára afmæli á næsta ári.
 
Meðfylgjandi myndir voru teknar við setningarathöfnina. VF-myndir: Hilmar Bragi

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024